• þri. 03. maí 2011
  • Fræðsla

Námskeið með Dick Bate haldið 5. maí

Þjálfari að störfum
coaching1
Fimmtudaginn 5. maí verður Dick Bate, sem starfar sem Elite Coaching Manager hjá Enska knattspyrnusambandinu, hér á landi og mun halda stutt námskeið að því tilefni.  Námskeiðið ber yfirskriftina Wide attacker development og verður bæði bóklegt og verklegt.  Námskeiðið telur sem 6 tímar í endurmenntun á UEFA A og UEFA B þjálfaragráðu.  Námskeiðsgjaldið er kr. 2.500,-
 
Skráning er hafin en hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is eða hringja í síma 510-2977.  Vinsamlegast gefið upp nafn, kennitölu, gsm-símanúmer og tölvupóstfang við skráningu. 
 
Dagskrá 5. maí:
  • 18:00-19:30, Fyrirlestur frá Dick Bate - Wide attacker development
  • 19:30-20:00, Keyrt upp í Kór
  • 20:00-21:00, Dick Bate stýrir æfingu sem snýr að viðfangsefni námskeiðsins
  • 21:00-21:30, Spurningar og svör