• þri. 22. mar. 2011
  • Fræðsla

Súpufundur KSÍ verður haldinn í hádeginu miðvikudaginn 30. mars

Frá 2. súpufundi hjá KSÍ.  Rætt var um spilafíkn
IMG_4072

Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn miðvikudaginn 30. mars. Að þessu sinni mun Ragnheiður Alfreðsdóttir frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins flytja erindi um karlmenn og krabbamein í tilefni af Mottumars.

Líkt og áður hefur verið á þessum fundum verður fyrirkomulagið 30-40 mínútna fyrirlestur og svör við spurningum. Jafnframt mun KSÍ bjóða gestum upp á súpu og brauð á þessum fyrirlestri og því upplagt að skella sér í heimsókn til KSÍ, hlýða á áhugavert erindi og fá sér hádegismat í leiðinni.

Þessi sjöundi fræðslufundur verður haldinn miðvikudaginn 30. mars klukkan 12:15 á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll. 

Aðgangur er ókeypis og opinn öllum áhugasömum en þó þarf að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is og taka fram nafn, kennitölu og netfang.