• fös. 18. mar. 2011
  • Landslið

Kvennalandsliðið í 16. sæti styrkleikalista FIFA

Merki Styrkleikalista FIFA kvenna
Styrkleikalisti_FIFA_kvenna

Íslenska kvennalandsliðið er í 16. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun.  Ísland fer upp um eitt sæti og deilir 16. sætinu með Suður Kóreu.  Það eru Bandaríkin sem eru sem fyrr í efsta sæti styrkleikalistans.

Af mótherjum Íslands í undankeppni fyrir EM 2013 er það að segja að Noregur er í 9. sæti og fellur um tvö sæti.  Ungverjaland er í 30. sæti og stígur upp um eitt sæti á meðan Belgía er í 35. sæti og stendur í stað.  Þá eru Búlgarir í 48. sæti og fara upp um eitt sæti eins og Norður Írar sem sitja nú í 63. sæti styrkleikalista FIFA.

Styrkleikalisti FIFA