• fös. 25. feb. 2011
  • Fræðsla

Fræðslufundur KSÍ haldinn 16. apríl

Þjálfari að störfum
lidsheild4

 

KSÍ stendur fyrir fræðslufundi laugardaginn 16. apríl kl. 11.00 í höfuðstöðvum KSÍ þar sem farið verður yfir ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir stjórnendur aðildarfélaga KSÍ.  Fræðslufundurinn er opinn öllum þeim er áhuga hafa á að kynna sér betur ýmis málefni er snúa að daglegum rekstri knattspyrnufélaga, samskiptum við KSÍ og fleira.  Fyrst og fremst er þó horft til þeirra aðila sem nýlega hafa hafið störf innan aðildarfélaga, fulltrúa í barna- og unglingaráðum og stjórnenda sem vilja kynna sér ákveðin málefni betur. 

Fræðslufundurinn verður haldinn á einum degi og hefst dagskrá kl. 11.00 en ætlunin er að honum ljúki um kl. 15.00 sama dag.  Fyrir liggur drög að dagskrá og eru væntanlegir þátttakendur beðnir um að kynna sér dagskránna og koma með athugasemdir ef þurfa þykir. Vantar t.d. einhver málefni inn á dagskrá sem vert væri að kynna betur fyrir aðildarfélögum?

Við hvern og einn málaflokk eru lögð fram nokkur af þeim málefnum sem verður farið yfir.

Aðildarfélög eru jafnframt beðin um að senda inn upplýsingar um áhuga sinn á fræðslufundinum og hvort fulltrúar á þeirra vegum geta sótt fundinn á þessum tíma.  Skráning skal berast á póstfangið dagur@ksi.is eða í síma 510-2900 í síðasta lagi 15. apríl og verða nánari upplýsingar sendar á félögin í tíma. 

Drög að dagskrá