• þri. 22. feb. 2011
  • Dómaramál

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 7. mars

Valgeir Valgeirsson kastar upp peningi, Reynir Leósson og Guðmundur Steinarsson fylgjast spenntir með
Valgeir-Valgeirs--Fram--Keflavik

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ 7. mars kl. 19:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir unglingadómara sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.

Um er að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur.

Ekkert próf en viðvera gefur réttindi til héraðsdómara.

Farið verður í mjög gott námsefni frá FIFA þar sem farið er í praktísku hliðar dómgæslunnar.  Aðalfyrirlesari á þessu námskeiði verður Breiðhyltingurinn, Gunnar Jarl Jónsson.

Hér er gott tækifæri fyrir félögin að finna líkleg dómaraefni og senda þau á námskeiðið.

Námskeiðið er ókeypis.

Skráning er hafin á magnus@ksi.is.