Platini kom víða við í stuttu stoppi
Michel Platini, forseti UEFA, kom víða við í stuttri heimsókn hingað til lands í síðasta mánuði. Hann heimsótti höfuðstöðvar KSÍ og heilsaði upp á þjálfaraefni á námskeiði sem var í gangi, átti fund með Katrínu Jakobsdóttur ráðherra íþróttamála, hélt blaðamannafund sem var vel sóttur af íslenskum fjölmiðlum, og heimsótti knattspyrnuhallir í Kópavogi. Platini var afar hrifinn af því sem hann sá og var ánægður með heimsóknina. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni.