• þri. 17. mar. 2009
  • Fréttir

Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis

Leikmenn þakka áhorfendum fyrir stuðninginn
afturelding2008-Freitag_11_Juli_nach_dem_Spiel_Holland_und_Island

KSÍ mun taka virkan þátt í verkefninu "Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis".  Markmið Heimsgöngunnar er að skapa vitundarvakningu sem hafnar öllu ofbeldi hvernig sem það birtist.

Hér að neðan má sjá fréttatilkynningu frá skipulagshópi Heimsgöngunnar og nánari upplýsingar.  Verkefnið verður kynnt með blaðamannafundi í dag, þriðjudag.

 




Fréttatilkynning

 Heimsgöngu í þágu friðar og tilveru án ofbeldis

hleypt af stokkunum á Íslandi

Heimsgangan og mörg önnur samtök, opinberir aðilar og þekktir einstaklingar boða til kynningar á þessari stórkostlegu aðgerð sem fer fram í 90 löndum.

Heimsgangan verður kynnt á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu þriðjudaginn 17. mars  kl. 13.30.

Á fundinum munu forsvarsmenn Heimsgöngunnar kynna þetta mikla verkefni. Fulltrúar Reykjanesbæjar, Hafnarfjarðar, Hjallastefnunnar og annarra aðila sem styðja gönguna, þar á meðal KSÍ,  SAMFÉS, Skáksamband Íslands og Samband íslenskra framhaldsskólanema segja frá áformum um þátttöku í þessu gríðarmikla verkefni. Á fundinn mæta einnig Ómar Ragnarsson og Páll Óskar Hjálmtýsson og segja frá þátttöku sinni.

Markmið  Heimsgöngunnar er að skapa vitundarvakningu sem hafnar öllu ofbeldi hvernig sem það birtist, svipaða þeim breytingum sem orðið hafa á viðhorfum til umhverfismála á síðustu áratugum. 

Á Íslandi vonumst við til að í lok ársins hafi flest samtök og opinberir aðilar tekið virkan þátt í þessari aðgerð.  Að flestir Íslendingar verði meðvitaðir um hana og vonandi farnir að leggja sitt af mörkum til að við getum loksins farið að búa í heimi án ofbeldis.

f.h. skipulagshóps Heimsgöngunnar

Helga R. Óskarsdóttir, samhæfir Heimsgöngunnar á Íslandi

helga@heimsganga.is

www.heimsganga.is