• þri. 18. des. 2007
  • Fréttir

KSÍ styrkir Vímulausa æsku

KSÍ styður Vímulausa æsku
leikmannaval-vimulaus-netJGK_1829

Það voru þau Ólöf Ásta Farestveit, formaður Vímulausrar æsku og stjórnarmennirnir Stefán Þór Stefánsson og Díana Ósk Óskarsdóttir sem veittu styrknum viðtöku.

Við sama tilefni og knattspyrnufólk ársins var kynnt í höfuðstöðvum KSÍ á mánudagskvöld, afhenti Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fulltrúum Vímulausrar æsku styrk upp á kr. 500.000.

Vímulaus æska

Foreldrasamtökin Vímulaus æska voru stofnuð í september 1986 af foreldrum sem vildu leggja lið í baráttunni gegn stöðugt vaxandi vímuefnaneyslu.  Samtökin reka Foreldrahús í Reykjavík og í Hafnarfirði, eru með námskeið og fyrirlestra víða um land og sinna öllum fyrirspurnum frá foreldrasamtökum, skólum og sveitarstjórnum.