• fim. 23. ágú. 2007
  • Landslið

Kvennalandsliðið heldur út á morgun

Ásthildur Helgadóttir, Katrín Jónsdóttir og Dóra Stefánsdóttir í baráttunni gegn Frökkum
Island_Frakkland_kv_16juni_2007_AstKatDoraStef

Íslenska kvennalandsliðið heldur utan í fyrramálið en framundan er fjórði leikur liðsins í riðlakeppni fyrir EM.  Leikið verður við Slóveníu og er leikurinn á sunnudaginn kl. 15:00 og verður í beinni útsendingu hjá RUV.

Þetta er fyrsti landsleikur þjóðanna en Slóvenar hafa leikið tvo leiki til þessa í riðlinum og tapað þeim báðum.  Íslenska liðið hefur hinsvegar byrjað frábærlega í riðlinum, unnið alla sína leiki til þessa.

Dómarar leiksins koma frá Búlgaríu, Djaleva Ilonka Milanova verður með flautuna og henni til aðstoðar verða þær Georgieva Kamena og Korcheva Yordanka.