• mið. 22. ágú. 2007
  • Landslið

Ísland - Kanada í kvöld kl. 18:05

Stemmning hjá áhorfendum
Alid2003-0385

Í kvöld mætast Ísland og Kanada í vináttulandsleik á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 18:05. Hægt er að kaupa miða á www.midi.is en einnig hefst miðasala á Laugardalsvelli kl. 10:00 í dag.

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í kvöld.

Byrjunarliðið:(4-5-1)

Markvörður: Daði Lárusson

Hægri bakvörður: Grétar Rafn Steinsson

Vinstri bakvörður: Hermann Hreiðarsson, fyrirliði

Miðverðir: Ívar Ingimarsson og Ragnar Sigurðsson

Varnartengiliður: Kári Árnason

Tengiliðir: Brynjar Björn Gunnarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson

Hægri kantur: Baldur Aðalsteinsson

Vinstri kantur: Emil Hallfreðsson

Framherji: Gunnar Heiðar Þorvaldsson

Miðaverð á leikdag 22. ágúst (Miðasala á Laugardalsvelli).

  • Sæti í rauðu svæði kr. 3.500
  • Sæti í bláu svæði kr. 2.500
  • Sæti i grænu svæði kr. 1.500

Börn 16 ára og yngri fá miðana með 50% afslætti.

Ef miðinn er keyptur á netinu er veittur 500 króna forsöluafsláttur.

Það er mikilvægt að styðja vel við bakið á strákunum.

Allir á völlinn!

ÁFRAM ÍSLAND!!

Stuðningsmenn sem ekki komast á völlinn geta stutt við bakið á strákunum okkar í stofunni heima, því leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV.