• mán. 09. júl. 2007
  • Landslið

Enduðu í 8. sæti

Island_U17_kvenna_NM3
Island_U17_kvenna_NM3

U-17 kvenna lék á sunnudag um 7.-8. sæti á Norðurlandamótinu í Noregi.

Leikurinn byrjaði ágætlega og átti Elínborg ágætan skalla eftir horn að marki Dana. Það óhapp varð síðan á 5. mín. að Diljá og danskur sóknarmaður skölluðu harkalega saman og urðu báðar að fara útaf. Hvorugri varð meint af höfuðhögginu.

Íslenska liðið var hálf dofið eftir þetta óhapp og Danir skoruðu mark beint úr horni á 16. mín.  Leikurinn var í nokkru jafnvægi eftir þetta en Ísland þó sterkari aðilinn og voru að spila ágætlega á köflum.  Á 27.

mín. fengu Danir aðra hornspyrnu og úr henni skoruðu þeir með skalla.  Á 37. mín. fékk Andrea síðan dauðafæri ein á móti markmanni en danski markmaðurinn bjargaði vel.  Danir skoruðu síðan þriðja mark sitt með langskoti fyrir utan teig á 40. mín.  Staðan í hálfleik Ísland 0 - Danmörk 3.

Seinni hálfleikur byrjaði vel og  á 41. mín. fengum við aukaspyrnu um 20 metra frá marki, en fast skot Jónu fór framhjá, 2 mínútum síðar fékk Sara annað gott færi eftir aukaspyrnu Thelmu.  Það var síðan Andrea sem skoraði mark eftir varnarmistök Dana á 45. mín.  Íslenska liðið fékk fleiri góð færi allan seinni hálfleikinn og réðu gangi leiksins.  Elínborg fékk dauðafæri á 64. mín. og Fanndís einnig á 70. mín. ein á móti markmanni eftir góðan undirbúning Heiðu.  Danir skoruðu síðan fjórða mark sitt með langskoti, þeirra eina skoti í síðari hálfleik. Lokastaðan því 4 – 1 Dönum í vil. Sorgleg úrslit þar sem við réðum leiknum, en mörkin telja og þau féllu ekki með okkur þrátt fyrir mörg góð færi.

Hlutskipti Íslands var því 8. sæti, þrátt fyrir það börðust íslensku stúlkurnar eins og ljón og gáfu sig 110% í alla leiki og geta borið höfuðið hátt.