• mán. 25. jún. 2007
  • Lög og reglugerðir

Lokað á félagaskipti 1. júlí

Snjallir erlendir leikmenn
Erlendir_leikmenn

Ný reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga tekur gildi 1. júlí næstkomandi.  Reglugerðin leysir af hólmi reglugerð KSÍ um félagaskipti leikmanna og reglugerð KSÍ um samninga leikmanna.

Samkvæmt nýrri reglugerð getur leikmaður aðeins gengið til liðs við íslenskt félagslið á tímabilinu 1. febrúar - 31. maí og á tímabilinu 15. júlí - 31. júlí.  Á öðrum tímabilum eru félagaskipti ekki heimil nema fyrir ósamningsbundna leikmenn í yngri aldursflokkum en þó aldrei eftir 31. júlí.  Af þessum sökum lokar á félagaskipti strax 1. júlí þegar ný reglugerð tekur gildi.  Næsta félagaskiptatímabil er 15. - 31. júlí og því opnar aftur fyrir félagaskipti 15. júlí.

Félög eru hvött til þess að kynna sér nýja reglugerð gaumgæfilega og vekja athygli félagsmanna sinna á nýrri reglugerð.

Samantekt á nýrri reglugerð