• lau. 02. jún. 2007
  • Landslið

Ísland - Liechtenstein í dag kl. 16:00

Brynjar Björn Gunnarsson reynir markskot
Island-Kroatia2005-0093

Ísland og Liechtenstein mætast á Laugardalsvelli í dag kl. 16:00 en leikurinn er liður í undankeppni fyrir EM 2008.  Þjóðirnar hafa hlotið jafnmíörg stig í riðlinum til þessa en íslensku strákarnir eru staðráðnir að ná sér í þrjú stig út úr þessari viðureign.

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt:

Byrjunarliðið (4-4-2):

Markvörður: Árni Gautur Arason

Hægri bakvörður: Grétar Rafn Steinsson

Vinstri bakvörður: Gunnar Þór Gunarsson

Miðverðir: Kristján Örn Sigurðsson og Ívar Ingimarsson

Hægri kantur: Matthías Guðmundsson

Vinstri kantur: Emil Hallfreðsson

Tengiliðir: Brynjar Gunnarsson og Stefán Gíslason

Framherjar: Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði og Veigar Páll Gunnarsson

Þeir Gunnar Kristjánsson og Ragnar Sigurðsson munu hvíla í þessum leik.

Áhorfendur eru hvattir til þess að mæta tímalega á völlinn til þess að forðast biðraðir og vera komnir í sæti sín þegar að þjóðsöngvarnir verða leiknir.

Landsliðfyrirliðinn, Eiður Smári Guðjohnsen, verður í eldlínunni en með marki, slær hann landsleikjamarkamet Ríkharðs Jónssonar.

Leikmenn Liechtenstein munu væntanlega verða erfiðir andstæðingar en þeir báru sigurorð af Lettum í síðasta landsleik sínum.  Stuðningur áhorfenda getur, sem fyrr, skipt sköpum í þessum leik og eru áhorfendur hvattir til þess að láta vel í sér heyra á nýjum Laugardalsvelli.

Hægt er að kaupa miða í miðasölu á Laugardalsvellinum og hefst hún kl. 10:00 á leikdag.  Miiðverð er eftirfarandi:

Miðaverð á leikdag 2. júní.

  • Sæti í rauðu svæði kr. 4.000
  • Sæti í bláu svæði kr. 1.500
  • Sæti i grænu svæði kr. 1.500

 

Hólf á Laugardalsvelli

 

Börn 16 ára og yngri fá miðana með 50% afslætti.

Áfram Ísland!!