• þri. 08. maí 2007
  • Landslið

Dregið í riðla í úrslitakeppni U19 kvenna 23. maí

U19-isl-eng-2006
U19-isl-eng-2006

Margrét Lára Viðarsdóttir verður fulltrúi Íslands þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni EM U19 kvenna og mun aðstoða við dráttinn.  Úrslitakeppnin fer sem kunnugt er fram hér á landi dagana 18. - 29. júlí.  Dregið verður í riðla 23. maí við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum KSÍ

Ásamt Íslandi verða England, Danmörk, Spánn, Pólland, Frakkland, Noregur og núverandi Evrópumeistarar, Þýskland, í hattinum þegar dregið verður í riðla.

Það er vel við hæfi að Margrét Lára sé fulltrúi Íslands í drættinum en hún er knattspyrnukona ársins og hefur leikið frábærlega með landsliðinu.  Hún er orðin markahæst íslenskra landsliðskvenna frá upphafi, hefur skorað 25 mörk í 30 landsleikjum.  Hún setti einnig markamet í Landsbankadeild kvenna í fyrra með liði sínu Val sem vann bæði deild og bikar á síðasta ári.  Skoraði hún hvorki fleiri né færri en 34 mörk í deildinni en 39 mörk alls.

Hægt er að nálgast ýmsar fréttir um mótið og liðin hér.

Merki_WU19_Iceland_2007
Merki_WU19_Iceland_2007