• fös. 25. ágú. 2006
  • Landslið

Ísland - Svíþjóð laugardaginn kl. 14:00

akvennahollandIMG_0362
akvennahollandIMG_0362

Ísland og Svíþjóð mætast á Laugardalsvelli 26. ágúst kl. 14:00 og er leikurinn í riðlakeppni HM.  Þessi leikur er síðasti heimaleikur íslenska liðsins í keppninni og eru knattspyrnuáhugamenn hvattir til þess að koma á völllinn og hvetja stelpurnar.  Aðgangur á leikinn er ókeypis.

Þessar þjóðir mættust í Svíþjóð 28. ágúst síðastliðinn og lauk leiknum þá með jafntefli, 2-2.  Eru það einu stigin er Svíar hafa tapað í þessari keppni til þessa.  Sænska liðið er geysisterkt og var í 5. sæti á síðasta styrkleikalista FIFA.  Liðið er gífurlega leikreynt og hefur innanborðs sex leikmenn er hafa leikið meira en 100 landsleiki.

Íslenski hópurinn er óbreyttur frá því í leiknum gegn Tékkum.  Leikreyndasti leikmaður íslenska liðsins er fyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir en hún hefur leikið 64 landsleiki.