Nýr starfsmaður KSÍ
KSÍ hefur gengið frá ráðningu Þorvaldar Ingimundarsonar sem starfsmanns í mótadeild. Meginverkefni hans verða störf sem tengjast mótamálum, ásamt því að hafa umsjón með vef KSÍ.
Þorvaldur, sem m.a. hefur unnið ýmis störf við útgerð og sjómennsku, lauk markaðsfræðiprófi frá Arizona State University í Bandaríkjunum árið 2000.
Hann hefur unnið fjölmörg trúnaðarstörf í knattspyrnuhreyfingunni, m.a. fyrir Reykjavíkurfélögin Þrótt og Létti.