Aprílgabbið 2006: KSÍ ræður starfsmann til að sinna verkefnum erlendis
Vegna vaxandi umsvifa erlendis hefur KSÍ ákveðið að ráða starfsmann til að sinna verkefnum sambandsins á erlendri grundu. Starfsmaðurinn mun hafa aðsetur í Nyon í Sviss, nálægt höfuðstöðvum UEFA, og verða hans helstu verkefni samskipti KSÍ við UEFA, FIFA og önnur knattspyrnusambönd.
Jafnframt verður hann sérstakur sendifulltrúi íslenskrar knattspyrnu á erlendri grundu og mun aðstoða knattspyrnuþyrsta Íslendinga við að afla sér miða á knattspyrnuleiki í Evrópu, þar með talið miða á lokakeppni HM, sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Með þessu vill KSÍ mæta gríðarlegri eftirspurn eftir aðgöngumiðum á knattspyrnuleiki erlendis.
Til starfsins hefur verið ráðinn Svisslendingurinn Pierre Delaunay (pierre@ksi.is), 32 ára gamall lögfræðingur, sem giftur er íslenskri konu og hefur undanfarin fjögur ár starfað sem framkvæmdastjóri svissneska knattspyrnufélagsins Neuchatel Xamax.