• mán. 19. des. 2005
  • Fréttir

Knattspyrnudeild Selfoss 50 ára

umf_selfoss_logo
umf_selfoss_logo

Knattspyrnudeild Selfoss varð 50 ára 15. desember síðastliðinn og hélt veglegt afmælishóf á Hótel Selfossi af því tilefni síðastliðinn sunnudag.  Út kom glæsilegt 84 síðna afmælisblað, Tuðran, sýndar voru eldri upptökur með starfinu á liðnum áratugum og haldin forvitnileg sýning á munum úr sögu knattspyrnunnar á Selfossi. Björn Gíslason, heiðursfélagi deildarinnar, var í forsvari fyrir allan undirbúning afmælisins og stjórnaði afmælishófinu með tilþrifum. 

Fimm einstaklingar sem starfað hafa vel og dyggilega fyrir knattspyrnuna á Selfossi um áratugaskeið voru sæmdir silfurmerki KSÍ.  Þeir eru Bárður Guðmundsson, Einar Jónsson, Gylfi Þ. Gíslason, Kjartan Björnsson og Þórarinn Ingólfsson.

Ungmennafélag Selfoss var stofnað árið 1936 og knattspyrnudeildin um tveimur áratugum síðar.