• mið. 30. nóv. 2005
  • Fréttir

Íslensku vefverðlaunin 2005

Vefverðlaunahafar 2005
Imark

Vefur KSÍ - ksi.is var tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna í ár í flokknum Besti íslenski vefurinn.  Sigurverðlaunin í flokknum féllu í hlut mbl.is fyrir leitarvélina Emblu.  Fimm vefir voru tilnefndir í flokknum Besti íslenski vefurinn - ksi.is, mbl.is, isb.is, landsbanki.is og glitnir.is. 

Það er mikil viðurkenning fyrir vef KSÍ að hljóta tilnefningu, enda gríðarleg vinna sem liggur að baki slíkum vef og knattspyrnusambandið leggur mikinn metnað í að halda úti öflugum, lifandi og gagnvirkum upplýsingavef sem gagnast aðildarfélögum og áhugafólki um íslenska knattspyrnu.  Nýr vefur KSÍ fór í loftið í maí á þessu ári.

Nánar má lesa um Íslensku vefverðlaunin á www.vefverdlaun.is.