• fös. 21. okt. 2005
  • Fréttir

Spurningaspilið Spark komið í verslanir

Spurningaspilið Spark
spark_spurningaspil

Spurningaspilið Spark kom í verslanir á föstudag, en um er að ræða fyrsta íslenska spurningaspilið um knattspyrnu, samkvæmt fréttatilkynningu frá framleiðanda.

Fréttatilkynning frá framleiðendum

Spurningaspilið Spark er æsispennandi spurningaspil fyrir alla aldurshópa.

Spark er sniðið að þörfum áhugamanna um knattspyrnu, knattspyrnuiðkenda, og annarra sem gaman hafa af spennandi og skemmtilegum spilum.

Í Spark reynir á þekkingu á íslenskri knattspyrnu dagsins í dag, en einnig á öllu því markverðasta frá upphafi boltasparks á Íslandi. Öll erlend knattspyrna er tekin fyrir og auðvitað enski boltinn, í bland við kappleiki þjóðanna.

Í Spark er einnig fjallað um alla þekktustu leikmennina og líf knattspyrnumanna utan vallar, stuðningsmennina og stuðningsfélögin. Spark hefur að geyma marga og ólíka efnisflokka í 4.200 spurningum þar sem allir áhugamenn ættu að geta fundið sitt svið.

Íslandsspark, sagnfræðispark, þjóðaspark, Englandsspark, alþjóðaspark, leikmannaspark, vítaspark, fríspark, örlagaspark og sparkfræðingurinn. Hvar liggur þín sparkþekking?

Fiskarðu vítaspyrnu og brennir af? Lendirðu einn á móti markmanni þar sem allir treysta á getu þína? Færðu gula eða rauða spjaldið? Eða leikur þú prúðmannlega og hlýtur verðlaun fyrir háttvísi? Í Spark skiptir öllu að leika af yfirvegun og þekkingu svo þú skorir meira en andstæðingarnir og sigrir leikinn!

Spark er fyrir alla áhugamenn um knattspyrnu, skyldueign við hlið takkaskónna og legghlífanna!

Höfundur spurninga er Stefán Pálsson, fyrrum dómari í Gettu betur.

Spurningaþættirnir Spark, sem sýndir eru á Skjá einum og Enska boltanum alla föstudaga kl. 20.00, eru byggðir á spurningaspilinu Spark.

Spark er selt í verslunum Bónus og Eymundsson.