• fim. 19. maí 2005
  • Fréttir

Góður félagi fallinn frá

sigurjon_jonsson
sigurjon_jonsson

Fallinn er frá fyrrverandi formaður KSÍ, Sigurjón Jónsson. Sigurjón var formaður KSÍ árin 1953-1954. Hann ólst upp í KR og lék þar við hlið bræðra sinna, þeirra Óla B., Guðbjörns og Hákons, en allir urðu þeir Íslandsmeistarar með félaginu.

Sigurjón, sem var á 97. aldursári, lést 15. maí síðastliðinn. Þrátt fyrir háan aldur var Sigurjón fastagestur á landsleikjum og mikill stuðningsmaður íslenskrar knattspyrnu.

KSÍ sendir ættingjum og vinum samúðarkveðjur.