• fös. 01. apr. 2005
  • Fréttir

Rúmlega 119.000 heimsóknir í mars

Heimsóknir á vef KSÍ í mars voru alls rúmlega 119.000 og er þetta í fyrsta sinn sem heimsóknir fara yfir 100.000 utan sumartíma. Til samanburðar má nefna að í mars 2004 voru heimsóknirnar alls um 71.000 og í mars 2003 voru þær 53.000.

 Vefurinn gegnir veigamiklu hlutverki í daglegri starfsemi KSÍ og þjónustu sambandsins við aðildarfélög, fjölmiðla og annað knattspyrnuáhugafólk. Þar er að finna allar helstu upplýsingar um knattspyrnu á Íslandi, fréttir og tilkynningar, upplýsingar um mót, landslið, reglugerðir, eyðublöð og margt fleira. Vinna við nýjan vef KSÍ er nú í fullum gangi og verður hann opnaður fyrir komandi keppnistímabil.