• fös. 01. apr. 2005
  • Fréttir

KSÍ á hlutabréfamarkað (aprílgabb KSÍ)

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum fyrr í mánuðinum að stofna almennt hlutafélag um rekstur sambandsins, Knattspyrnusamband Íslands hf.

Samþykki UEFA og FIFA liggur nú þegar fyrir og hyggja fleiri knattspyrnusambönd í Evrópu á hlutabréfavæðingu, enda hefur uppgangur knattspyrnunnar í Evrópu verið gríðarlegur á síðustu árum.

Hugmyndin hefur þegar verið rædd í stjórn enska knattspyrnusambandsins, en eins og kunnugt er var Geoff Thompson, formaður enska sambandsins, gestur á 59. ársþingi KSÍ á Hótel Loftleiðum 12. febrúar síðastliðinn.

Rekstur KSÍ stendur traustum fótum og með því að bjóða fjárfestum að ganga til liðs við KSÍ samsteypuna er opnað fyrir nýja möguleika á að efla reksturinn enn frekar.

Það er von stjórnar KSÍ að hlutabréfavæðingin hljóti jákvæðar undirtektir, sérstaklega hjá aðildarfélögum sambandsins, sem verður boðinn forkaupsréttur á hlutabréfum á góðum kjörum.

Útboðsgögn hafa þegar verið send til aðildarfélaga KSÍ, en frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu KSÍ.


1. apríl!