• lau. 26. mar. 2005
  • Fréttir

KSÍ á afmæli í dag!

Knattspyrnusamband Íslands var stofnað þann 26. mars 1947 og heldur því upp á 58 ára afmæli sitt í dag.

Alls áttu 14 félög og íþróttabandalög aðild að KSÍ í byrjun; Fram, KR, Víkingur og Valur úr Reykjavík, Haukar og FH úr Hafnarfirði, Kári og KA frá Akranesi, Þór og KA frá Akureyri, Þór og Týr frá Vestmannaeyjum, auk Íþróttabandalags Ísafjarðar og Íþróttabandalags Siglufjarðar. Fyrsti formaður KSÍ var kjörinn Agnar Klemens Jónsson, sem gegndi því embætti fyrsta starfsárið, 1947-1948.