• þri. 14. des. 2004
  • Fréttir

KSÍ styrkir SOS barnaþorpin

Alþjóða knattspyrnusambandið - FIFA hefur gert samstarfssamning við SOS barnaþorpin í tengslum við HM 2006 í Þýskalandi. KSÍ hefur á sama hátt gert samkomulag við SOS barnaþorpin á Íslandi til að afla fjár til bágstaddra barna og styrkja byggingu fjölskylduhúss í Brovary í Úkraínu. KSÍ ákvað að styðja söfnunarátakið í verki og gefa SOS barnaþorpunum á Íslandi 500 þúsund krónur í styrk. Eggert Magnússon afhenti fulltrúum SOS barnaþorpanna styrkinn á Hótel Nordica á mánudagskvöld.