Lokahóf knattspyrnumanna 2004
Lokahóf knattspyrnumanna fer fram á Broadway laugardaginn 2. október næstkomandi, sama dag og úrslitaleikur VISA-bikars karla fer fram á Laugardalsvelli. Að loknu borðhaldi verða veittar viðurkenningar, flutt lög úr Le Sing-skemmtuninni og Milljónamæringarnir leika síðan fyrir dansi.