• þri. 21. sep. 2004
  • Fréttir

Úrslitaleikur U23 karla fer fram í dag

Úrslitaleikur FH og ÍA á Íslandsmóti U23 liða fer fram í dag, þriðjudag, á Kaplakrikavelli og hefst kl. 17:00. Aðgangur að leiknum er ókeypis. Íslandsmót U23 liða var sett á laggirnar í fyrsta sinn á þessu ári og eru liðin skipuð leikmönnum sem eru 23 ára á árinu eða yngri, en heimilt er auk þess að nota fjóra eldri leikmenn. FH og ÍA sigruðu hvort í sinum riðli í A-deild mótsins og tryggðu sér þannig rétt til þátttöku í úrslitaleiknum. Bæði félögin eiga snjalla leikmenn innan sinna raða á þessum aldri, FH-ingar nýkrýndir Íslandsmeistarar í Landsbankadeildinni og Skagamenn tvöfaldir meistarar í 2. aldursflokki.