• mán. 20. sep. 2004
  • Fréttir

Landsbankadeild karla - 1.026 áhorfendur að meðaltali

Að meðaltali mættu 1.026 áhorfendur á leiki Landsbankadeildar karla í ár. Þetta er í þriðja sinn sem meðaltal áhorfenda fer yfir þúsund, en það gerðist fyrst árið 2001. Áhorfendur í ár voru alls 92.376. Undanfarin ár hafa flestir komið á KR-völl og á því varð engin breyting nú, þótt FH-ingar hafi ekki verið langt undan. Alls voru fimm félög með meira en eitt þúsund áhorfendur að meðaltali á völlum sínum. Líkt og í fyrra voru fæstir áhorfendur að jafnaði á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Sá leikur sem dró flesta að var viðureign FH og Fram í Kaplakrika í 17. umferð, eða 3.225 manns. Fæstir mættu á leik ÍBV og ÍA í 9. umferð, eða 250.

Nánar