FH með bestu stuðningsmenn umferða 13-18
Stuðningsmenn FH hafa verið valdir af Landsbankanum sem þeir bestu í umferðum 13-18 í Landsbankadeild karla. Landsbankinn veitir viðurkenningar til besta stuðningsmannahópsins fyrir umferðir 1-6, 7-12 og 13-18 og loks fyrir mótið í heild. Landsbankinn veitir peningaverðlaun til sigurvegaranna, sem renna til yngriflokkastarfs félaganna. Stuðningsmenn FH voru einnig valdir þeir bestu í umferðum 1-6. |