• sun. 19. sep. 2004
  • Fréttir

FH-ingar Íslandsmeistarar í fyrsta sinn!

FH-ingar urðu í dag Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla í fyrsta sinn í sögu félagsins. Með 2-1 sigri gegn KA á Akureyrarvelli í dag var titillinn í höfn, burtséð frá úrslitum leiks ÍA og ÍBV. Eyjamenn hefðu getað stolið titlinum ef FH hefði tapað sínum leik og ÍBV unnið á Skaganum, en sú varð ekki raunin og því voru það liðsmenn FH sem fögnuðu í leikslok. Það varð hins vegar hlutskipti mótherja FH-inga, KA-manna, að falla í 1. deild ásamt Víkingum, sem gerðu 3-3 jafntefli við Grindvíkinga. Framarar sluppu við fall, þrátt fyrir að steinliggja 1-6 á Laugardalsvellinum gegn Keflvíkingum.