Skilaboð frá KSÍ
Af gefnu tilefni vill KSÍ koma eftirtöldu á framfæri:
KSÍ bauð upp á tónleika á Laugardalsvelli fyrir landsleik Íslands og Ítalíu í samstarfi við Concert og Reykjavíkurborg. Tónleikarnir voru upphitun fyrir leikinn og bónus fyrir áhorfendur. KSÍ harmar ósanngjarna og neikvæða umfjöllun um tónleikana og vill koma á framfæri þökkum til tónlistarfólksins, sem tróð upp endurgjaldslaust. Tónlistarfólkið átti sinn þátt í að gera þennan viðburð ógleymanlegan.