• fim. 19. ágú. 2004
  • Fréttir

Heiðraðir fyrir störf sín í þágu knattspyrnunnar

Í tilefni af 50 ára afmæli UEFA og 100 ára afmæli FIFA var nokkrum einstaklingum veitt sérstök heiðursviðurkenning fyrir leik Íslands og Ítalíu á miðvikudag, fyrir ómetanlegt sjálfboðaliðastarf í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar hér á landi. Þeir Ásgeir Ármannsson - Víkingi R., Guðjón Guðmundsson - ÍA, Jóhann Ólafsson - ÍBV, Konráð Ó. Kristinsson - Breiðabliki og Páll Magnússon - Þór, fengu sérstaka viðurkenningu í tilefni af 50 ára afmæli UEFA, og Albert Eymundsson - Sindra, fékk sérstaka viðurkenningu í tilefni af 100 ára afmæli FIFA. Þessir menn hafa gefið knattspyrnunni á Íslandi áratuga hugsjónastarf og eiga þakkir skildar fyrir ómetanlegt framlag sitt.