• fös. 11. jún. 2004
  • Fréttir

Alþjóða blóðgjafadagurinn 2004

Alþjóða blóðgjafadagurinn er 14. júní næstkomandi. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, er stuðningsaðili dagsins og í gegnum aðildarsambönd sín hvetur það knattspyrnumenn og konur um allan heim til að gefa blóð á þessum degi sem og örðum. Blóðbanki Íslands og Blóðgjafafélag Íslands munu halda daginn hátíðlegan í Blóðbankanum við Barónsstíg og á fleiri stöðum.

Knattspyrnusamband Íslands hvetur knattspyrnufólk og áhugafólk um knattspyrnu til að sýna þessu verkefni stuðning í verki og gefa blóð.

Heimasíða Blóðbankans | World Blood Donor Day | Frétt FIFA um blóðgjafadaginn