• fim. 03. jún. 2004
  • Fréttir

Eyjólfur Gíslason sæmdur gullmerki KSÍ

Eyjólfur Gíslasonar var á miðvikudagskvöld sæmdur gullmerki Knattspyrnusambands Íslands.

Eyjólfur, sem varð sjötugur 28. apríl síðastliðinn, hóf að starfa fyrir Knattspyrnufélagið Víði fyrir 54 árum síðan, þá aðeins 16 ára. Árið 1950 stóð yfir endurreisn félagsins og kom Eyjólfur ásamt fleirum að því. Á þessum 54 árum sem eru liðin hefur Eyjólfur komið að flestum ef ekki öllum sviðum félagsins. Hann lék með félaginu, þjálfaði yngri flokka, sat í stjórn og var formaður þess ásamt því að sjá um félagsheimili Víðis í nokkur ár. Eyjólfur er heiðursfélagi í Víði sem og kona hans, Helga Tryggvadóttir. Eyjólfur var sæmdur silfurmerki KSÍ á 60 ára afmæli Víðis árið 1996.

Myndina af Eyjólfi tók Hilmar Bragi fyrir Víkurfréttir.