• fös. 21. maí 2004
  • Fréttir

Fótboltafíkillinn

Bókaútgáfan Tindur vinnur þessa dagana að útgáfu á skáldsögu í kiljuformi um líf manns yfir heilt tímabil í íslenska boltanum. Bókin heitir Fótboltafíkillinn og er eftir ungan Grindvíking, Tryggva Þór Kristjánsson, mikinn fótbóltaáhugamann.

Hvernig bók er fótboltafíkillinn?

"Fótboltafíkillinn" er bók um manninn sem þekkir að standa í rigningu og roki í níutíu mínútur til að horfa á liðið sitt tapa 5-0, veit hvernig er að vinna KR í Frostaskjólinu, þekkir að sitja í bíl í fimm tíma til þess eins að horfa á liðið sitt spila, þekkir djúpa örvæntingu tapsins og hríslandi sigurtilfinninguna. Hún er fyrir alla sem vita betur en þjálfarinn, fyrir þá sem sleppa því að fara í bústaðinn til að fara á völlinn, fyrir alla sem elska liðið sitt.