2000. fundur stjórnar KSÍ
Í dag var haldinn 2000. fundur stjórnar KSÍ frá stofnun sambandsins 26. mars 1947. Fyrsti stjórnarfundurinn var haldinn 29. maí 1947. Í tilefni þessara tímamóta samþykkti stjórn KSÍ á fundi sínum í dag að efna til samkeppni um nýja bikara fyrir Íslandsmeistara í meistaraflokki karla og kvenna, og samþykkti einnig reglugerð fyrir akademíu KSÍ, en hennar hlutverk verður að velja árlega knattspyrnumann og knattspyrnukonu ársins. |
Smellið á myndina til að stækka hana. |