• þri. 03. feb. 2004
  • Fréttir

Heiðursviðurkenningar

Síðastliðinn föstudag stóð KSÍ fyrir móttöku í Sunnusal á Hótel Sögu þar sem heiðraðir voru Bjarni Felixson, íþróttafréttamaður, Gunnar Sigurðsson, forystumaður ÍA, og Sigurjón Sigurðsson, læknir landsliðsins.

Gunnari var veittur heiðurskross KSÍ fyrir störf sín í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar til fjölda ára. Sigurjóni var veittur heiðurskross KSÍ fyrir starf sitt sem læknir landsliðsins um árabil. Heiðurskrossinn er æðsta heiðursmerki KSÍ og veitist aðeins þeim sem unnið hafa knattspyrnuíþróttinni ómetanlegt gagn. Bjarna var veittur heiðursskjöldur, sérstök viðurkenning á framlagi hans til umfjöllunar á knattspyrnu undanfarna áratugi.

Frá vinstri: Eggert Magnússon, formaður KSÍ, Gunnar Sigurðsson, Sigurjón Sigurðsson og Bjarni Felixson.