Hafsteinn Guðmundsson sæmdur heiðurskrossi KSÍ árið 1973
Hafsteinn Guðmundsson lék fjóra landsleiki á árunum 1946-1951, var stjórnarmaður í KSÍ 1968-1971, landsliðsnefndarmaður og síðar landsliðseinvaldur eins og það var kallað, og formaður ÍBK til fjölda ára. Hafsteinn var sæmdur heiðurskrossi KSÍ á 50 ára afmæli sínu í október 1973, en heiðurskrossinn er æðsta heiðursmerki KSÍ og veitist aðeins þeim sem unnið hafa knattspyrnuíþróttinni ómetanlegt gagn. Nýlega kom í ljós að Hafsteins hafði ekki verið getið sem heiðurskrosshafa á lista KSÍ yfir heiðursviðurkenningar og því mönnum ekki ljóst að Hafsteinn væri handhafi hans. Nú hefur það verið leiðrétt. |