• fim. 18. des. 2003
  • Fræðsla

Tillaga fræðslunefndar samþykkt

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum á miðvikudag tillögu fræðslunefndar um að þeir þjálfarar sem lokið hafa D- og E-stigum í þjálfaramenntun KSÍ þurfi ekki að þreyta UEFA-B próf, heldur geti viðkomandi sótt um réttindin með tölvupósti* til . Þeir þjálfarar sem hafa hug á að þreyta UEFA-B prófið, sem fram fer 24. janúar næstkomandi, þurfa að hafa lokið fyrstu fjórum stigum þjálfaramenntunar KSÍ.

* Þarf að innihalda eftirfarandi upplýsingar:

Nafn, kennitala, heimilisfang, netfang, GSM-sími, félag, fæðingarstaður og passamynd á tölvutæku formi.