MasterCard og KSÍ í samstarf
Knattspyrnusamband Íslands og MasterCard (Kreditkort hf.) undirrituðu á dögunum samstarfssamning til fjögurra ára eða út árið 2006. Með samningnum verður MasterCard einn af aðalsamstarfsaðilum KSÍ, en MasterCard er stærsti stuðningsaðili knattspyrnu í heiminum. Samstarf KSÍ og MasterCard er umfangsmikið og felur m.a. í sér að auglýsingaspjöld frá MasterCard verða á landsleikjum og úrslitaleikjum bikarkeppni KSÍ, nýtt átak gegn fordómum í knattspyrnu og samvinnu í tengslum við miðasölu á landsleiki. Á myndinni hér til hægri má sjá þá Ragnar Önundarson, framkvæmdastjóri Kreditkorta hf., og Eggert Magnússon, formann KSÍ, við undirritun samningsins. |