• mán. 16. sep. 2002
  • Fréttir

Einar Sæmundsson sæmdur heiðurskrossi KSÍ árið 1969

Einar Sæmundsson, sem var formaður KR á árunum 1957-1974, var sæmdur heiðurskrossi KSÍ á 50 ára afmæli sínu 29. október 1969. Heiðurskrossinn er æðsta heiðursmerki KSÍ og veitist aðeins þeim sem unnið hafa knattspyrnuíþróttinni ómetanlegt gagn. Nýlega kom í ljós að nafn Einars hafði ekki verið fært á lista KSÍ yfir heiðursviðurkenningar og því mönnum ekki ljóst að Einar væri handhafi heiðurskrossins. Nú hefur það verið leiðrétt.

Þess má geta að því miður virðist listi KSÍ frá fyrri tíð vera götóttur og eru allar ábendingar um leiðréttingar vel þegnar. Listann má finna í valmyndinni hér til vinstri, undir Allt um KSÍ / Heiðursviðurkenningar.