• mið. 14. ágú. 2002
  • Landslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland í 54. sæti

Ísland er í 54. sæti á styrkleikalista FIFA í þetta skiptið, fellur um eitt sæti frá því listinn var síðast gefinn út. Heimsmeistarar Brasilíu eru sem fyrr í efsta sæti, en Argentínumenn, Spánverjar, Frakkar og Þjóðverjar koma þar á eftir. Bandaríkin komast í fyrsta skipti á topp 10, en hástökkvari mánaðarins er Nýja-Sjáland, sem fer upp um 41 sæti!