• mán. 29. júl. 2002
  • Landslið

U21 kvenna - Ísland í 7. sæti

U21 landslið kvenna hafnaði í 7. sætinu á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Turku í Finnlandi. Allir leikir um sæti fóru fram á sunnudag. Mótherjarnir voru Grikkir, sem tóku þátt með A landslið sitt sem gestalið, en þátttaka liðsins í NM var liður er í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana í Grikklandi. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var jöfn, 1-1, en íslenska liðið hafði betur í vítaspyrnukeppni, 3-0. Laufey Jóhannsdóttir gerði mark Íslands í leiknum.