• mán. 08. júl. 2002
  • Landslið

NM U17 kvenna - Ísland í 3. sæti

U17 landslið kvenna tryggði sér í dag bronsið á Norðurlandamótinu með því að leggja Hollendinga 2-0 á KR-vellinum í leik um 3. sætið. Fyrirliðinn Dóra Stefánsdóttir gerði bæði mörk Íslands og voru þau af glæsilegri gerðinni, þrumuskot efst í markhornin, það fyrra beint úr aukaspyrnu. Frábær frammistaða hjá íslenska liðinu og greinilegt að framtíð íslenskrar kvennaknattspyrnu er björt.

Byrjunarlið Íslands

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir.

Varnarmenn: Kolbrún Steinþórsdóttir, Björg Ásta Þórðardóttir, Jóhanna Lára Brynjólfsdóttir, Inga Lára Jónsdóttir, Guðríður Hannesdóttir.

Tengiliðir: Greta Mjöll Samúelsdóttir, Dóra Stefánsdóttir (fyrirliði), Margrét Lára Viðarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir.

Framherji: Dóra María Lárusdóttir.