• fim. 04. júl. 2002
  • Fræðsla

Færanlegir skallatennisvellir, mælitæki o.fl.

KSÍ hefur fjárfest í tveimur færanlegum skallatennisvöllum sem knattspyrnuþjálfarar geta fengið lánaða án endurgjalds. Vellina er hægt að setja upp á auðveldan og fljótlegan hátt og nýtast vel í þjálfun allra aldurshópa. Hjá KSÍ er einnig hægt að fá lánaða uppstökksmottu sem mælir lóðréttan stökkkraft leikmanna og nákvæmt mælingatæki til að mæla spretthraða. KSÍ á einnig ágætt safn af bókum og myndböndum sem nýtast knattspyrnuþjálfurum í starfi og lánast án endurgjalds. Lista yfir fræðsluefnið má sjá hér á heimasíðunni undir Allt um KSÍ / Fræðslumál / Fræðsluefni.