• mið. 20. mar. 2002
  • Landslið

Ísland í 55. sæti

Íslenska landsliðið er í 55. sæti á styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í dag, og fellur liðið um eitt sæti. Mjög litlar hreyfingar voru á listanum að þessu sinni og einungis tvær þjóðir fara upp um meira en 5 sæti. Efstu 50 lið skiptast þannig á álfusamböndin: UEFA (Evrópa) - 24, CONMEBOL (S.-Ameríka) - 8, CAF (Afríka) - 8, CONCACAF (N.- og Mið-Ameríka) - 5, AFC (Asía) - 4, OFC (Eyjaálfa) - 1. Kína (52. sæti) er eina þjóðin sem leikur á HM í sumar og er ekki meðal 50 efstu.