Vefur KSÍ vel sóttur
Frá því vefur KSÍ, www.ksi.is, var settur á laggirnar í maí 2000 hefur heimsóknum á hann fjölgað jafnt og þétt. Heimsóknir í vetur voru að meðaltali um 15.000 á mánuði, en í síðasta mánuði, þegar knattspyrnuvertíðin fór af stað fyrir alvöru, voru heimsóknir á vefinn tæplega 27.000 talsins. Á vefnum má finna gífurlegt magn af upplýsingum um allt sem tengist knattspyrnunni á Íslandi, landslið, mót, lög og reglugerðir, og margt fleira.
Nú hefur aðildarfélögum KSÍ verið veittur aðgangur að www.ksi.is, sem gerir þeim kleift að skrá úrslit leikja beint í gagnagrunn KSÍ, þannig að úrslit allra leikja í öllum flokkum ættu að birtast á vefnum fljótlega eftir að leikjum lýkur. Síðar í sumar munu félögin svo geta skráð leikskýrslur á sama hátt, þ.e. í gegnum aðgang sinn að www.ksi.is. Allt er þetta liður í því að auka þjónustuna við knattspyrnuáhugafólk í landinu og verður spennandi að sjá hvernig til tekst.