• mið. 22. nóv. 2000
  • Lög og reglugerðir

Nýtt fyrirkomulag í Deildarbikar karla

Nýtt keppnisfyrirkomulag mun verða tekið upp í Deildarbikar karla 2001, og verður keppninni skipt í tvær deildir. Í efri deild verður keppt í tveimur átta liða riðlum og úrslitakeppni á eftir riðlakeppni. Í neðri deild verður keppt í þremur sex liða riðlum með úrslitakeppni á eftir riðlakeppni. Í kvennaflokki verður keppnin með líku sniði og 2000.

Rétt er að vekja athygli á því að keppni í efri deild karlaflokks hefst um miðjan febrúar en keppni í neðri deild um miðjan mars. Ný reglugerð verður send til félaganna eins fljótt og við verður komið.