Lokahóf leikmanna
Nú styttist í að knattspyrnuvertíðinni á Íslandi ljúki, og er spenna á öllum vígstöðvum í öllum deildum. Því eru margir farnir að velta því fyrir sér hvenær lokahóf leikmanna fari fram í ár, þar sem tilkynnt verður um val á bestu og efnilegustu leikmönnum ársins, dómara ársins, lið ársins valið, o.fl. Lokahófið fer fram á Hótel Íslandi, líkt og undanfarin ár, og er dagsett laugardaginn 30. september næstkomandi.