KSÍ og Hótel Loftleiðir undirrita samning
Knattspyrnusamband Íslands og Hótel Loftleiðir hafa endurnýjað samning um að landslið Íslands gisti á Hótel Loftleiðum eins og verið hefur til margra ára. Þá hafa ýmsir fundir og ráðstefnur, s.s. ársþing KSÍ verið haldin á Hótel Loftleiðum og verða svo áfram.
Á myndinni má sjá Eggert Magnússon, formann KSÍ, og Kára Kárason, framkvæmdastjóra Icelandair hótela, við undirritun samningsins í dag. |